Fagbréf er staðfesting á færni þinni í starfi.
Fagbréf atvinnulífsins er afrakstur samvinnu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Rafmennt annast framkvæmd matsins en fagbréf atvinnulífsins eru gefin út af FA sem vottar að réttri aðferðafræði hafi verið beitt við framkvæmd mats og starfsþjálfunar.
Í desember 2024 var undirritaður nýr kjarasamningur á milli Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsambands Íslands fyrir starfsfólk í tæknigreinum en í samningnum er kveðið á um að í stað launataxta (annarra en grunnlauna) og tengdra ákvæða kjarasamnings, s.s. um álagsgreiðslur vegna ábyrgðar, menntunar og annarra þátta, sé heimilt að innleiða hæfnilaunakerfi samningsaðila í einstökum fyrirtækjum.
Í hæfnilaunakerfinu verður hvoru tveggja kveðið á um viðmið og efnisþætti sem lagðir verða til grundvallar launum og hvernig verður staðið að mati vegna launaþróunar.
Hvor aðili; starfsfólk á grundvelli meirihlutastuðnings eða fyrirtæki, getur farið fram á viðræður um upptöku nýs launakerfis.
Félagsfólk í Félagi Tæknifólks fær matið að fullu niðurgreitt.
Aðrir umsækjendur greiða 80.000.- kr fyrir hvert fagbréf og 16.000.- fyrir hvern hæfniþótt sem þarfnast eftirfylgni og þjálfunar.
Hægt er að sækja um styrki til niðurgreiðslu á gjöldum til menntasjóða viðkomandi stéttarfélaga.
Skráning fer fram rafrænt á Innu í gegnum skráningarhnapp á upplýsingasíðu hvers starfs fyrir sig.
Verkefnastjóri tækni, miðlunar og skapandi greina
Ingi Bekk
Sími: 540-0169
Netfang: ingi(hjá)rafmennt.is
Verkefnastjóri ráðgjafar og raunfærnimats
Alma Sif Kristjánsdóttir
Sími: 540-0171
Netfang: almasif(hjá)rafmennt.is
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050