Tilgangurinn er umsjón með tæknimálum á stórum sem smáum viðburðum s.s. ráðstefnum, kynningum og blönduðum (hybrid) fundum. Mikilvægt að uppstilling tækja og tæknimála gangi snurðulaust fyrir sig. Starfið er þverfaglegt þar sem sameinast þekking og stýring á hljóði, ljósum, vörpun mynda, helstu tölvuforritum og streymisbúnaði, þar sem grunnkunnátta á öllum sviðum er mikilvæg. Skilningur á samstillingu tækja og tæknikerfa.
Meta þarfir viðskiptavina í samráði við yfirmann/verkefnastjóra og bera ábyrgð á virkni búnaðar. Þekkja allar boðleiðir og virða þær, viðbætur og beiðnir séu í samráði við þann sem stýrir verkinu. Sjálfstæði og lausnamiðun í vinnubrögðum ásamt ríkri þjónustulund. Starfið getur krafist náinnar samvinnu við verkefnastjóra, skipuleggjendur, viðskiptavini og tæknifólk í undirbúningi og meðan viðburður varir. Tryggja gæði, fagmennsku, halda ró sinni í krefjandi aðstæðum og vera snyrtilega til fara. Passa uppá að fylgja tímaáætlun. Vinnutími er óreglulegur og mikið tímabundið álag getur fylgt starfinu, mikilvægt að þekkja eigin mörk og hvenær kalla þurfi til aðstoð. Oftast er unnið inni en getur einnig verið úti við breytilegar aðstæður.
Mannaforráð geta verið tímabundin í tengslum við ákveðin verkefni en almennt ekki. Geta unnið undir leiðsögn og fylgt kröfum skipuleggjenda. Virða trúnað í öllum tilvikum. Gangast undir öryggiskröfur viðskiptavina.
Annað: Getur þurft að fara inn í persónusvæði og koma við fólk, d.: vegna spangarhljóðnema, þræða víra og setja senda innundir föt. Sýna fagmennsku, fá leyfi hlutaðeigandi og upplýsa um hvað þú þarft að gera.
Starfaprófíll - Ráðstefnutækni
Undirbúningur
- Grunnþekking á öllum hliðum tæknikerfa vegna viðburða
- Tryggja góðar aðstæður við vinnu, s.s. stólar og næring
- Taka saman upplýsingar um verkefni
- Upplýsingar um búnað sem er á staðnum
- Kunna að gera / fara yfir pökkunarlista til verkefnis, ef þarf
- Kynna sér rétta dagskrá viðburðar
- Viðbúin ef breytingar eða viðbætur verða á dagskrá
- Kunna á helsta hug- og vélbúnað m.t.t. ráðstefnuhalds og öll tengi síðustu fimm ár
- Þekkja kröfur viðskiptavinar
- Hafa varaáætlanir, B og C
Viðburðarsvæði
- Taka út rými viðburðar, m.a. vegna lagnaleiða og til að hengja tæki upp
- Bera búnað í rými viðburðar
- Ákvarða staðsetningu starfsstöðvar tæknifólks
- Setja upp net og tæki sem þörf er á
- Hafa öll gögn/skjöl tilbúin og virk
- Efni sem á að birta sé í réttri upplausn og formati
- Stilla upp, prófa og stilla öll tæki sem mögulega verða notuð
- Stilla upp, kveikja á og stilla myndvarpa, ath. lýsingu
- Uppsetning margmiðlunarefnis (hljóð/ljós/mynd/streymi) í rými
- Æfing / prufukeyrsla fyrir fólk sem kemur fram
Viðburður
- Viðbúin með lausnir vegna breytinga á staðnum
- Fara yfir útlit og framkvæmd viðburðar með viðskiptavini
- Geta leiðbeint fólki til að framlag gangi sem best
- Hafa öll breytistykki sem getur þurft, t.d. fólk með eigin tölvur
- Ath. hljóðstyrk
- Fylgjast með stöðu rafhlaða, hlaða eða skipta út
- Aðstoða samstarfsfólk ef þörf er
- Bregðast við og geta útskýrt fyrir viðskiptavini ef aðstæður koma upp sem ekki verða - leystar á staðnum og reynt að gera það besta úr aðstæðum.
Frágangur
- Eyða skjölum sem krefjast trúnaðar
- Afhending á upptökum / gagna af viðburðum.
- Búnaður tekinn niður í samráði við húsráðanda
- Búnaður fluttur burt af staðnum/sviðinu
- Gengið frá rými á sama hátt og tekið var við því (taka eigið rusl).
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050