Menntamálastofnun hefur veitt Rafmennt ehf., kt. 590104-2050, viðurkenningu til kennslu á framhaldsskólastigi, viðurkenninguna má sjá hér.
Menntamálastofnun hefur metið skólanámskrá og önnur framlögð gögn um starfsemi Rafmenntar ehf. Gögnin voru borin saman við lög um framhaldsskóla, reglugerð um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi og almennan hluta aðalnámskrár framhaldsskóla. Meðal atriða sem metin eru sérstaklega eru rekstrarform, markmið náms og markhópur nemenda, skólanámskrá (með hliðsjón af starfsháttum, skipulagi náms, inntökuskilyrðum, réttindum og skyldum nemenda o.fl.), námsbrautarlýsingar, staðfesting á fjárhagslegri ábyrgð og rekstraröryggi, menntun og kjör starfsfólks og starfsaðstaða.
Á grundvelli þess sem að framan greinir veitir Menntamálastofnun hér með Rafmennt ehf., kt. 590104-2050, viðurkenningu til kennslu á framhaldsskólastigi til eins árs.
Með þessari viðurkenningu er staðfest að Rafmennt ehf. uppfylli viðmið til þess að kenna eftir staðfestum námsbrautalýsingum:
Markhópur RAFMENNTAR er fjölbreyttur til dæmis eldri nemendur sem af einhverjum orsökum eru að byrja í námi í raf- og tæknigreinum eða hafa tafist í námi og eiga lítið eftir. Einnig eru í markhópnum nemendur sem hafa flosnað frá námi og eru að koma til baka eftir að hafa verið á vinnumarkaði. Þar eru helstir einstaklingar sem hafa starfað í rafiðnaði og koma í raunfærnimat. Meistaraskólinn er stór þáttur í starfi RAFMENNTAR þar sem öll fagnámskeið meistaranáms rafiðngreina er kenndur hér.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050