Náminu er skipt í tvo hluta, A og B, í A-hluta eru grunnáfangar í rekstri, stjórnun og stofnun fyrirtækja auk kennslu og leiðsagnar. Í B-hluta eru einnig fög tengd fyrirtækjum og rekstri auk fagtengds efnis greinar þar sem við á. Samtals 38 einingar.
RAFMENNT annast kennslu í faggreinahluta meistaranáms rafveituvirkja. Námið fer fram í námskeiðsformi og eru fagreinarnar samtals 13 einingar. Nemendur verða að taka að minnsta kosti 5 einingar á önn til að teljast í reglulegu meistaranámi og njóta þeir þá niðurgreiðslu námsskeiðsgjalda. Námskeiðin eru flest skipulögð sem eins til þriggja daga námskeið í stað og eða fjarnámi. Öllum námskeiðum lýkur þeim með formlegu námsmati í samræmi við markmið og innihald áfangans.
Nánari upplýsingar um skipulag námsins, skv. námskrá, fyrir meistaranema í rafveituvirkjun má finna í listanum hér fyrir neðan:
|
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050