Mennta- og barnamálaráðuneytið gefur út reglugerð varðandi sveinspróf.
Sveinspróf í rafvirkjun eru haldin í febrúar (viku 6) og júní (viku 23) í Reykjavík og á Akureyri ef næg þátttaka fæst.
Sveinspróf í rafvéla- og rafveituvirkjun eru haldin einu sinni á ári ef næg þátttaka fæst.
Umsóknarfrestur fyrir Sveinspróf í raf-, rafveitu- og rafvélavirkjun í febrúar er 1. - 30. nóvember
Umsóknarfrestur fyrir Sveinspróf í raf-, rafveitu- og rafvélavirkjun í júní er 1. - 31. mars
Eingöngu tekið við rafrænum umsóknum í gegnum heimasíðu RAFMENNTAR
Sveinspróf í rafeindavirkjun eru samþætt lokapófum á 6. og 7. önn í skóla.
Mennta- og barnamálaráðuneytið sér um útgáfu sveinsbréfa, gjald fyrir útgáfu sveinsbréfa er 11 þúsund krónur.
Ef sveinsbréf hefur glatast eða skemmist þá er mögulegt að fá staðfestingu á sveinsbréfi sendi í tölvupósti frá RAFMENNT eða ef einstaklingur vill láta prenta það aftur þarf að hafa samband við Mennta- og barnamálaráðuneytið .
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050