Kjarni

Tilgangur starfsins er að setja upp tímabundin burðarvirki fyrir viðburði inni eða úti samkvæmt ósk viðskiptavina. Starfið er áhættusamt þar sem vinnan fer oft að hluta til fram í mikilli hæð ýmist í vinnulyftu eða krefst klifurs í burðarvirki. Fyrir uppsetningu gerir teymi (hönnuður, verkefnastjóri, rigger) mat sem lýsir áhættu hvers verkefnis ásamt teikningum/útfærslum að burðarvirkinu. Rétt samsetning burðarvirkis er mikilvæg og að allur búnaður sé í fullnægjandi ástandi. Öll sem vinna við uppsetningu burðarvirkis vinni samkvæmt gildandi öryggisreglum og hafi þekkingu og reynslu af notkun viðeigandi öryggisbúnaðar.

Til að tryggja gæði og fagmennsku við uppsetningu burðarvirkja er samvinna milli verkkaupa, verkstjóra verksins og annarra sem að verkinu koma mikilvæg. Vinnutími er óreglulegur og mikið álag og ábyrgð fylgir starfinu. Ýmist er unnið sjálfstætt eða undir leiðsögn, fer eftir umfangi verks.

Annað: Starfsfólk við tímabundin burðarvirki þarf að þekkja til evrópsku staðlanna, EN 17206 (European standards on the functional safety standard for the entertainment industry) og LOLER (Lifting Operations and Lifting Equipment Regulations 1998) a.m.k. er varðar starfið.

 

Starfaprófíll - Tímabundin Burðarvirki

Matslisti - Tímabundin Burðarvirki

 

Viðfangsefni

Viðfangsefni starfsins snúa einkum að uppsetningu burðarvirkja fyrir viðburði. Mikilvægt er að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina.

Undirbúningur / frágangur
- Gera gátlista yfir tæki og annan búnað fyrir verkefni
- Taka saman og yfirfara búnað samkvæmt gátlista
- Reikna út þyngdardreifingu
- Útfærslur á hugmyndum til að hengja upp í burðarvirki
- Taka burðarvirki niður eftir notkun
- Ganga frá viðeigandi búnaði eftir verk

Framkvæmd
- Nota vinnulyftur
- Útbúa upphengipunkta
- Öryggismerkingar
- Hengja upp og setja saman burðargrind
- Setja upp víravindustand
- Staðsetja upphengipunkta og burðargrind í samræmi við teikningar/hönnun
- Uppsetning rafmagn- og stýrikapla í burðarvirki
- Setja upp og tengja keðjumótora/talíur
- Setja upp og taka niður sviðsvagna

Öryggi/ábyrgð
- Fylgjast með veðri/veðurspá þegar við á
- Fara yfir upphengi búnað – m.t.t. ástands
- Tryggja öryggi á verkstað
- Klifur í loftabitum
- Notkun fallvarnarbúnaðar
- Vinna í vinnulyftu í fallbelti
- Tryggja eigið öryggi og annarra
- Þekkja viðbragðsáætlanir
- Geta beitt skyndihjálp