Kjarni

Tilgangur starfsins er að vinna og setja fram útfærslu hugmynda að handriti fyrir kvikar myndir, segja sögu í myndformi, sjá um framleiðslu kvikmyndaefnis fyrir verkkaupa eða á eigin vegum. Verktaki er til staðar frá upphafi eða mjög snemma á þróunarferli verkefnis, mótar endanlegt handrit í samstarfi við verkkaupa ef við á, ber ábyrgð á öllum þáttum verkefnis. Býr yfir heildrænni kunnáttu og hæfni í kvikmyndagerð. Grunnþekking á mynd- og hljóðvinnslu ásamt vali á tækjabúnaði. Leikni í viðtalstækni og almenna þekkingu á tæknibúnaði, forritum við eftirvinnslu og ólíkum tæknistöðlum fyrir mynd og hljóð. Leggur mat á þarfir verkefnis, sér um ráðningar og val starfsfólks eins og þörf er á.

Framleiðsla umfangsminni kvikmyndaverkefna, í samvinnu við verkkaupa ef við á, í víðu samhengi. Ber ábyrgð á eigin vinnu við vinnsluna og framgangi verkefnis. Mótar sjónrænan stíl með skilning og skapandi heildarsýn á verkefninu svo sjónræn markmið og miðlun efnisins verði eins og til var ætlast.

Er bæði leikstjóri og framleiðandi og stýrir þannig öllum þáttum verkefnis, þarf að sinna mörgum störfum. Þarf að geta gert raunhæft mat á heildarumfangi verkefnis m.a. með tilliti til fjármagns sem fyrir liggur. Sér um og ber ábyrgð á samskiptum við verkkaupa, þegar við á, ásamt samskiptum við allt starfsfólk, samstarfsaðila og annað fólk eftir því sem við á. Ber ábyrgð á öryggi á starfsstað og á öllum búnaði.

 

Starfaprófíll - Kvikmyndastjórn

Matslisti - Kvikmyndastjórn

 

Viðfangsefni

Undirbúningur
- Hugmyndavinna
- Samningagerð og höfundarréttarmál
- Fjárhagsáætlun
- Umfang áætlað
- Handritagerð og skotlisti
- Val tökustaða
- Val á viðmælendum (ef hljóðupptaka)
- Gera tækjalista
- Áhættumat og öryggismál
- Tryggingar
- Leyfi sem afla þarf
- Mat á sjálfbærni og umhverfismálum
- Skipulagning framleiðslu

Framleiðsla
- Almenn verkefnastjórnun
- Tímalína og verkáætlun
- Kostnaðarstjórnun
- Notkun tækja á staðnum (ábyrgð á að öll tæki virki)
- Gagnageymsla og gagnastjórnun (tvírit, merkingar o.s.frv.)
- Almennur rekstur einyrkja (bókhald, tímaskráning, fjármálalæsi)
- Frekari mótun frásagnar, hvaða myndefni þarf til að segja söguna
- Leikstjórn
- Listræn sýn (t.d. myndrammar – leikmynd)
- Lýsing
- Tryggja að mynd, hljóð og lýsing vinni saman
- Kvikmyndataka
- Myndbygging
- Upptaka hljóðs
- Tökur með flygildi (dróna)

Eftirvinnsla
- Gagna- og tæknivinnsla
- Klipping efnis
- Hljóðsetning
- Litaleiðrétting
- Grafík
- Útbúa master í formötum eins og við á
- Notkun mælitækja við upptökur og eftirvinnslu.
- Skýrslugerð
- Lokafrágangur