Tilgangur starfsins er að halda utan um alla framkvæmd, stýra umferð og stjórna samskiptum í viðburðarrými. Starfið krefst náinnar samvinnu við stjórnendur viðburða. Mikilvægt að sýna frumkvæði, skipulagshæfileika og lausnamiðun. Útlit sviðs fyrir viðburð skal vera eins og til er ætlast og ekkert til staðar í nærumhverfi sem getur valdið hættu. Samhæfir vinnu annarra deilda svo sem hljóð, ljós, mynd og sviðsmynda við keyrslu sýningar. Ber ábyrgð á tímaáætlun, að flytjendur og keyrslufólk séu til taks á réttum tíma og tilbúin að takast á við verkefnið. Sviðsstjóri bregst við bilun eða hverju sem getur farið úrskeiðis á viðburði.
Starfið er fjölbreytt og aðstæður geta verið krefjandi og ólíkar eftir viðburðarrýmum. Mannleg samskipti, jákvæðni, vera hvetjandi og að halda ró sinni eru mjög mikilvægir þættir starfsins. Tryggja þarf snyrti-, fagmennsku og jákvæða upplifun flytjenda og gesta. Umsjón með starfsfólki við viðburði, sýningar, upptökur. Mikilvægt að fylgja öryggisreglum í viðburðarrými. Vinnur með öryggisgæslu ef við á. Vinnutími og starfsumhverfi er óreglulegt og mikið álag getur fylgt starfinu.
Annað: Getur þurft að fara inn í persónusvæði fólks, t.d. snerting vegna hljóðnema/búninga. Sýna fagmennsku, fá leyfi hlutaðeigandi og upplýsa um hvað þú þarft að gera. Tryggja að flytjendur og viðmælendur fari ekki á svið nema í góðu jafnvægi. Virða trúnað í öllum tilvikum.
Undirbúningur / frágangur
- Taka saman upplýsingar um verkefni
- Tryggja góðar aðstæður við vinnu
- Útbúa/fara yfir dagskrá
- Útbúa/fara yfir gátlista
- Raða leikmunum/hljóðfærum/leikmyndum eftir fyrirmælum
- Kynna viðburðarrými fyrir nýjum notendum
- Bera ábyrgð á sviðsmyndinni meðan á viðburði stendur
- Tryggja að búnaður sé til staðar fyrir flytjendur og tæknifólk
- Ganga frá viðburðarrými þannig að það sé tilbúið fyrir næsta verkefni
- Ganga frá búnaði
- Útbúa skýrslu eftir verkefni
Framkvæmd
- Bera ábyrgð á að viðburður gangi vel
- Bera ábyrgð á að tímaáætlanir standist
- Aðstoða og undirbúa flytjendur eftir þörfum
- Stýra umferð fólks og hluta inn og út af sviði
- Hafa eftirlit og umsjón með hreyfanlegum búnaði og leikmyndum
- Hafa varaáætlanir og vera viðbúin ef breytingar verða á framkvæmd
- Framkvæma bilanagreining ef á þarf að halda
Öryggi / ábyrgð
- Tryggja góðar vinnuaðstæður, lýsingu og merkingar
- Gæta að uppsetningu sviðspalla
- Gera áhættumat eftir þörfum
- Stýra umferð um sviðið á framkvæmdatíma
- Þekkja og tryggja aðgang að flóttaleiðum
- Þekkja viðbragðsáætlun
- Taka stjórn ef neyðarástand kemur upp
Daglegt viðhald í leikhúsi
- Innkaup og viðhald á vinnurými, búnaði og verkfærum ef við á
- Tryggja að öryggisbúnaður sé til staðar og að hann sé notaður
- Útvega þjónustu í sérhæfð verkefni
- Sjá til að tæki/búnaður séu skoðuð reglulega
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050