Kjarni

Tilgangur starfsins er að setja upp og taka niður ljósabúnað á öruggan hátt til að veita þá lýsingu sem krafist er við hvers konar viðburði. Grunnkunnátta á rafstraumi og rík öryggisvitund er mikilvæg. Öll uppsetning ljósabúnaðar skal uppfylla öryggiskröfur og þarfir verkefnis, vera í samræmi við óskir verkkaupa og ljósahönnuðar. Þekking á virkni búnaðar og færni til að leysa úr algengum og minniháttar bilunum búnaðar.

Bilanagreining og viðhald ljósabúnaðar getur verið nauðsynleg ásamt þekkingu á öryggisstöðlum (kröfum) til að valda ekki slysum á fólki eða skemmdum á búnaði. Þekking á verkferlum við óhöpp eða slys. Reynsla af og geta til að lesa úr teikningum, geta sótt upplýsingar úr handbókum og leggja mat á rafmagns- og dreifikerfi. Þekkja virkni helstu tækja í netsamskiptum, hug- og vélbúnað sem þörf er á í stýringu ljósabúnaðar.

Ýmist er unnið í teymi eða sjálfstætt. Reyndur ljóstæknir verkstýrir teymi ljóstækna í stærri verkefnum og leiðbeinir nýliðum. Starfið krefst mikilla samskipta og samvinnu við hönnuði, samstarfsfólk og verkkaupa. Mikilvægt að geta unnið á skilvirkan hátt undir álagi.

Ýmist er unnið innan eða utanhúss, vinnuaðstæður geta verið mjög mismunandi, jafnvel krefjandi og áhættusamar. Kostur að geta unnið við fjölþjóðleg verkefni.

Annað: Staðall IST200: 2020 eins og við á fyrir ljóstækni.

 

Starfaprófíll - Ljóstækni

Matslisti - Ljóstækni

 

Viðfangsefni

Undirbúningur / skipulagning
- gera gátlista fyrir búnað viðburðar
- lesa úr teikningum og öðrum gögnum frá hönnuði eða verkefnastjóra
- kanna aðgang að rafmagni á verkstað
- panta eða sækja búnað af lager
- kanna aðstæður á verkstað

Á viðburðarsvæði
- Undirbúningur / fyrir viðburð
- gæta öryggis við uppsetningu
- uppsetning búnaðar í samræmi við teikningu
- stilla ljósabúnað og fókusera ljós
- tengja ljós, rafmagn og stýrimerki
- fylgja skipulagi um rafmagnsdreifingu og strengþörf
- setja upp og tengja annan viðeigandi búnað
- almennt viðhald og þrif á búnaði
- kanna virkni búnaðar fyrir viðburð
- merkja kapla
- ganga snyrtilega frá snúrum og köplum fyrir viðburð
- setja upp ratlýsingu þar sem við á
- aðstoða ljósahönnuð og forritara

Framkvæmd á viðburði
- stjórna ljósaborði
- stjórnun á eltiljósi
- vöktun á búnaði
- bregðast við bilunum á búnaði
- Frágangur / annað eftir viðburð
- ganga frá búnaði og merkja ef við á
- skrá vistun upplýsinga með tilliti til enduruppsetningar
-samskipti og endurmat

Frágangur / annað eftir viðburð
- ganga frá búnaði og merkja ef við á
- skrá vistun upplýsinga með tilliti til enduruppsetningar
- samskipti og endurmat