Skólameistari er ráðinn af stjórn skólans. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi
framhaldsskólans og gætir þess að skólastarfið sé í samræmi við lög, reglugerðir,
aðalnámskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma. Skólameistari leitast við að
leysa úr málum er varða réttindi og skyldur nemenda í samræmi við lög og góða
stjórnsýsluhætti.
Áhersla er lögð á að skólameistari sé í góðum tengslum við fyrirtæki og félagsmenn í
raf- og tæknigeiranum. Hann ber ábyrgð á reglubundinni upplýsingagjöf og tölfræði til
stjórnar um framgang og árangur í starfi og leggur fyrir stjórn fjárhags- og
rekstraráætlun. Stjórn fundar reglulega með skólameistara.