Stjórn RAFMENNTAR framhaldsskóla er sama og stjórn RAFMENNTAR fræðsluseturs
rafiðnaðarins. Hún er kjörin árlega á aðalfundi. Samkvæmt 12 gr. samþykktum er stjórn þannig
skipuð;


        „Stjórn félagsins verði skipuð átta aðilum sem kjörnir eru árlega á aðalfundi.
        Fjórir stjórnarmenn eru tilnefndir af RSÍ og fjórir af SART. Kjósa skal á sama
        hátt tvo aðila til vara , annar tilnefndur af RSÍ og hinn af SART. Formenn
        eigenda sitja alltaf í stjórn. Formaður stjórnar skal vera fulltrúi annars hvors
        hluthafa og sitja í tvö ár í senn. Fulltrúi hins eigandans er þá varaformaður. Að
        loknu tímabili tekur fulltrúi hins eigandans við formennsku.
        Stjórn félagsins stýrir öllum málefnum þess milli aðalfunda og gætir hagsmuna
        félagsins.“