Þegar nemendur með annað móðurmál en Íslensku sækir um skólavist mun skólinn útbúa
móttökuáætlun í takt við ákvæði í reglugerð nr. 654/2009 um rétt nemenda í framhaldsskólum
til kennslu í íslensku. Þar segir að framhaldsskólar skuli setja sér móttökuáætlun fyrir
nemendur með annað móðurmál en íslensku. Markmið námsins er að nemendur verði færir
um að skilja og nota íslenskt mál, stunda nám í framhaldsskóla og taka virkan þátt í íslensku
samfélagi. Áætlunin skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni, færni á öðrum
námssviðum og af þeirri kennslu og stuðningi sem veittur er innan skólans. Myndað er sérstakt
teymi um nemandann sem samanstendur af stjórnanda og náms- og starfsráðgjafa sem sjá
um skipulag kennslu í samstarfi við menntastofnun sem kennir íslensku fyrir útlendinga.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050