Sótt er um nám á vefsíðu RAFMENNTAR www.rafmennt.is og fer skráning fram á
https://umsokn.inna.is

Rafiðngreinar/Rafvirkjun
Inntökuskilyrði í nám í rafiðngreinum, rafvirkjanám er að hafa starfað hjá rafverktaka í þrjú ár
eða lengur. Jafnframt er miðað við að nemendur hafi náð 23 ára aldri.
Æskilegt er að umsækjendur hafi lokið 30 einingum í almennum greinum, þar af að lágmarki 5
einingum í ensku, 5 einingum í íslensku og 5 einingum í stærðfræði á 2.hæfniþrepi. Ef
nemendur hafa ekki lokið þessum einingum er boðið upp á hæfnimat í þeim greinum sem á
vantar.

Kvikmyndatækni
Inntökuskilyrði í kvikmyndatækni og hljóðtækni eru að hafa lokið grunnskóla og lokið 60
einingum í framhaldsskóla. Þar af þurfa nemendur að hafa lokið að minnsta kosti 10 einingum
í lífsleikni og menningarlæsi/náttúrulæsi á 1.þrepi. Enn fremur hafi nemendur lokið 15 einingum
í íslensku, ensku og stærðfræði á 2. þrepi – einum áfanga í hverri grein. Aðrar einingar til
viðbótar mega vera almennt bóknám eða iðngreinar. Nemendur eru boðaðir í viðtal til að fá
fram reynslu og áhuga á kvikmyndatengdu námi.
Umsækjendur sem ekki hafa lokið almennum greinum sem skilgreindar eru á hverri braut geta
lokið þeim greinum með hæfnimati eða verða að ljúka þeim í öðrum framhaldsskóla t.d. í
fjarnámi.

Iðnmeistaranám
Til að innritast í meistaranám þarf nemandi að hafa staðist sveinspróf í sinni iðngrein.