Hjá RAFMENNT er beitt fjölbreyttum kennsluaðferðum. Í kennslunni er áhersla lögð á
verkefnastýrt nám. Með því er átt við að námið stýrist af verkefnum nemandans til að ljúka
áföngum. Námshraði ræðst því af vinnusemi, kunnáttu og getu einstaklingsins við lausn
verkefna. Þessar kennsluaðferðir ásamt áherslu á fjarnám með vendikennslu („flipped
classroom“) gera það að verkum að nemendur geta kynnt sér námsefnið áður en komið er í
kennslustofuna. Þessi aðferð er í þróun og mun ekki síður nýtast nemendum sem búa á
landsbyggðinni. RAFMENNT hefur aðgang að Microsoft TEAMS sem hefur verið notað við
kennslu.

Stöðugt er leitað leiða til að nýta tölvutækni til kennslu bæði í fjar- og staðnámi. Fjarnámið er
enn kennt í rauntíma en með tilkomu nýs kennsluvefjar Teachable verður kennsluefni sett þar
inn sem nemendur geta nýtt sér þegar þeim hentar. Allt annað námsefni sem notað er við
kennslu er vistað á www.rafbok.is og er nemendum að kostnaðarlausu.
Kennslukerfi INNU er notað til að dreifa efni til nemenda ásamt því að skipuleggja verkefnaskil
og námsmat. Öllum verkefnum öðrum en verklegum er skilað rafrænt á kennsluvef INNU.