Í framhaldsskóla RAFMENNTAR er unnið með grunnþætti menntunar á eftirfarandi hátt:

 • Læsi
    o með því að nemendur þjálfist í að tjá hugsanir sínar, tilfinningar og skoðanir
       bæði munnlega og skriflega
    o með því að þjálfa nemendur í samræðum og hlustun í vinnu með öðrum
    o með því að þjálfa nemendur í að afla gagna, flokka og að nýta sér upplýsingar
       á gagnrýnin hátt

• Sjálfbærni
    o með því að hafa umhverfisstefnu sem unnið er eftir í allri starfsemi
       RAFMENNTAR
    o með því að þjálfa nemendur í færni til að taka gagnrýna afstöðu gagnvart
       umhverfi, samfélagi, menningu og efnahagskerfi

• Heilbrigði og velferð
    o með því að fræða nemendur um öryggi og heilbrigt vinnuumhverfi,
    o Með því að hvetja til íhugunar um heilsusamlegan lífsstíl í hæfnimati á
       íþróttaáföngum
    o með því að hafa og vinna eftir forvarnarstefnu sem hvetur nemendur til að
       tileinka sér heilbrigðan lífsstíl

• Lýðræði og mannréttindi
    o með því að leyfa nemendum að vera þátttakendur í ákvörðunum um skólastarfið
    o með því að gera nemendur ábyrga í lýðræðislegum vinnubrögðum
    o með því að hvetja nemendur til að hafa skoðanir á skólanum og náminu taka
       tillit til þeirra ábendinga eins og kostur er

• Jafnrétti
    o með því að hvetja til að nemendur af öllum kynjum sæki námið
    o bjóða upp á fjölbreytt námsform sem hæfir ólíkum hópum t.d. fjarnám, staðnám
       og vendinám
    o með því að nýta fjölbreyttar tæknilausnir og kennsluaðferðir hefur jafnrétti til
       náms aukist fyrir alla nemendahópa
    o með því að hafa og vinna eftir samþykktri jafnréttisstefnu

• Sköpun
    o með því að hvetja til skapandi lausna