Starfstengdir styrkir – framhaldsnám
Sótt er um á "mínum síðum" Rafiðnaðarsambands Íslands.
Mínar síður
RAFMENNT
Reglur um styrki til félagsmanna
Reglur um styrki til framhaldsnáms eru fyrir einstaklinga sem vilja styrkja þekkingu og færni sína í starfi. Einnig eru styrkirnir til undirbúnings eða upphafs framhaldsnáms. Einkum er styrkt nám sem leiðir til viðurkenndra námseininga.
Upphæðir styrkja eru 150.000.- á tólf mánaða tímabili til hvers félagsmanns. Stjórn RAFMENNTAR endurskoðar úthlutunarreglur árlega.
Fyrir nánari upplýsingar sendið póst á hafdis@rafmennt.is
Um styrkina gilda eftirfarandi reglur:
- Rétt til styrks frá RAFMENNT eiga þeir einir sem greitt hafi verið af samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði til Menntasjóðs rafiðnaðarins.
- Nám á eftirtöldum sviðum eru styrkt:
• Nám í stærðfræði sem eru viðbót við framhaldsskólanám og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða eru á háskólastigi.
• Framhaldsnám á sviði raungreina, eðlis- og efnafræði sem eru viðbót við framhaldsskólanám og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða eru á háskólastigi.
• Nám til sveinsprófs í rafiðngreinum í kvöldskóla.
• Tungumálanám til undirbúnings háskólanáms og talist geta á háskólastigi.
• Upphafsnám á brautum á háskólastigi.
• Annað nám sem veitir réttindi og/eða styrkir félagsmann í störfum sínum.
• Viðurkennd námskeið í fagnámi sem ekki eru haldin hjá RAFMENNT.
- Styrkur verður í formi niðurgreiðslu á þátttökugjöldum. Styrkur getur ekki numið hærri upphæð en 75% kostnaðar.
- Ekki verða veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði hjá RAFMENNT.
- Heimilt er að veita styrki til að sækja sérhæfð fagnámskeið erlendis á sviðum sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 150.000 kr. Styrkur getur ekki numið hærri upphæð en 75% kostnaðar.
- Sótt er um styrki á mínum síðum á rafis.is og þeim skal fylgja greinargerð um námið sem umsækjandi hyggst sækja. Í greinargerðinni komi fram, um hvað námið fjalli, námslengd, námsgjöld og hvar og hvenær nám fer fram.
- Styrkjum er úthlutað mánaðarlega. Umsóknir skulu hafa borist a.m.k mánuði fyrr.
- Styrkþegi skal framvísa fullnægjandi staðfestingu á skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds áður en styrkur fæst greiddur.
- Ónýttir styrkir flytjast milli ára, hámarks uppsöfnun er þrjú ár.
Stjórn Menntasjóðs rafiðnaðarins ákveður heildarfjárhæð sem er til ráðstöfunar vegna einstaklingsstyrkja á hverju ári.
Þessar reglur gilda frá 1. janúar 2024
Samþykkt á stjórnarfundi RAFMENNTAR 9. október 2023