Reglur um fyrirtækjastyrki

Fyrirtæki sem halda fræðslu fyrir alla starfsmenn geta skótt um styrki gegnum vefgátt Áttarinnar á www.attin.is

 

Styrkir geta tekið til fræðsluþátta s.s um stjórnun, þjónustuþætti og öryggismál og sem varða þannig fleiri starfssvið og starfshópa fyrirtækja en rafiðnaðarmenn.

Styrkir til fyrirtækja vegna „þverfaglegrar“ fræðslu gera ráð fyrir hlutfallslegum styrkjum vegna þátttöku rafiðnaðarmanna í slíku námi.

Um styrkina gilda eftirfarandi reglur:

  1. Rétt til styrks frá Rafmennt eiga þau fyrirtæki sem greitt hafa af starfsmönnum sínum til Menntasjóðs rafiðnaðarins síðustu 12 mánuði (eða 18 mánuði af síðustu 24 mánuðum) og ekki hafa notið annarra styrkja eða niðurgreiðslu námskeiðsgjalda fyrir sig eða starfsmenn sína í menntakerfi rafiðnaðarins síðustu 18 mánuði.
  2. Styrkur verður í formi niðurgreiðslu á námskeiðskostnaði. Styrkur getur ekki numið hærri upphæð en 65% af námskeiðskostnaðar og aldrei hærri upphæð en 30.000 kr. á hvern þátttakanda. Styrkupphæð endurskoðar stjórn Rafmenntar árlega.
  3. Hámarksstyrkur til fyrirtækis vegna námskeiða er 65% af greiðslu vegna starfsmanna á næstliðnu almanaksári.
  4. Ekki verða veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði hjá Rafmennt.
  5. Ferðakostnaður vegna námskeiða fyrirtækja er ekki styrktur.
  6. Ekki er styrkt nám sem að verulegu leyti er rekið með opinberu fé.
  7. Húsnæði Rafiðnaðarskólans stendur fyrirtækjum til boða gegn 20.000.- kr. gjaldi fyrir hverja kennslustund. Styrkir eru ekki veittir til notkunar annars kennsluhúsnæðis.
  8. Styrkumsóknir skulu berast til Rafmenntar gegnum vefgátt Áttarinnar

Stjórn Menntasjóðs rafiðnaðarins ákveður heildarfjárhæð sem er til ráðstöfunar vegna fyrirtækjastyrkja á hverju ári