Þegar þú hefur ákveðið að taka þátt í raunfærnimati þá fer eftirfarandi ferli af stað:
Undirbúningur:
- Þú fyllir út og sendir umsókn rafrænt á Innu.
- Þú mætir á kynningarfund.
- Þú bókar og mætir á fund með náms- og starfsráðgjafa þar sem þú færð meðal annars aðstoð með gerð færnimöppu.
- Þú fyllir út færnimöppu og skilar rafrænt á Innu.
- Þú mætir á gátlistafund þar sem farið er yfir gerð gátlista fyrir sjálfsmat á færni.
- Þú fyllir út gátlistann og skilar rafrænt á Innu.
- Þú bókar og mætir á fund með fræðslufulltrúa um sjálfsmatið.
Raunfærnimat:
- Metendur í raunfærnimatinu setja upp viðtalstíma með þátttakendum.
- Þú mætir í raunfærnimats viðtölin.
- Raunfærnimat byggist á samtali milli þín og þess sem er metanda sem er fagaðili.
- Þar er lögð áhersla á að þú fáir tækifæri til að koma á framfæri þekkingu þinni og færni.
- Þú getur verið beðin/n um að sýna færni þína, það geta verið lagðar fyrir þig lýsingar á aðstæðum og þú beðin/n að vinna úr þeim eða settar fram aðrar aðferðir sem nýtast í því skyni að gera færni þína sýnilegri.
- Náms- og starfsráðgjafi getur setið í matsviðtölum þegar það á við.
Eftirfylgd:
- Allar niðurstöður raunfærnimatsviðtölum eru skráðar inn á Innu.
- Þú getur bókað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa RAFMENNTAR sem fer yfir niðurstöður með þér og ræðir við þig um næstu skref.
Lokamarkmið:
Í stuði
- Raunfærnimatið er á móti námskrá og er þar stuðst við hæfniviðmið áfanga sem kenndir eru í grunndeild og í framhaldsnámi í rafiðngreinum.
- Þegar öllum námsþáttum er fullnægt fá þátttakendur réttindi til töku á sveinsprófi.
Ath. Ekki er mögulegt að útskrifast frá RAFMENNT, allir þátttakendur í sveinsprófum þurfa að hafa hlotið útskrift úr skóla.
Í hljóði
- Raunfærnimatið er á móti námskrá og er þar stuðst við hæfniviðmið áfanga sem kenndir eru í Hljóðtækni
- Þegar öllum námsþáttum er fullnægt fá þátttakendur burtfaraskírteini í Hljóðtækni
Ath. Ekki er mögulegt að útskrifast frá RAFMENNT
Í ljósi
- Í þessu verkefninu fer raunfærnimat á móti færnikröfum sem búin voru til af faghópi sem samsettur var af einstaklingum úr ólíkum greinum viðburðarlýsingar og hópi stjórnenda. Færni einstaklinga sem starfa við viðburðarlýsingu var kortlögð út frá þeim verkefnum og þeirri hæfni sem þarf til að sinna starfinu.
Í mynd
- Raunfærnimatið er á móti námskrá og er þar stuðst við hæfniviðmið áfanga sem kenndir eru í Kvikmyndatækni
- Þegar öllum námsþáttum er fullnægt fá þátttakendur burtfaraskírteini í Kvikmyndatækni frá Stúdíó Sýrlandi
Ath. Ekki er mögulegt að útskrifast frá RAFMENNT