Raunfærnimat í hljóðtækni

Verkefnið „Ertu í hljóði?“  er unnið að frumkvæði Félags tæknifólks í rafiðnaði (FTR) en í stýrihópi sitja fulltrúar fyrirtækja í hljóðtækni auk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og RAFMENNTAR.

Verkefnið er hluti af Leonardo verkefninu REVOW – Viðurkenning á gildi starfa og er unnið með styrk frá  Starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins og Starfsmenntaráði.

Skráning

Ekki verður boðið upp á raunfærnimat í hljóðtækni vor 2025

 

Almennar upplýsingar um raunfærnimat í hljóðtækni:

Í þessu verkefninu fer raunfærnimat á móti færnikröfum sem búin voru til af faghópi sem samsettur var af einstaklingum úr ólíkum greinum hljóðtækni og hópi stjórnenda. Tekið var mið af viðurkenndri námskrá í hljóðtækni (2020) ásamt því að kortleggja þá færni sem hljóðmenn þurfa að búa yfir til að geta sinnt starfi sínu.

Tilgangur og markmið:

Tilgangurinn með raunfærnimatinu „Ertu í hljóði?“ er að kortleggja færni og þekkingu þátttakenda. 

Markmiðið er að eftir að raunfærnimatið liggur fyrir geta þátttakendur nýtt upplýsingarnar til að styrkja stöðu sína á núverandi vinnustað, til að sækja sér frekari menntun á sínu sviði, þegar sótt er um nýtt starf eða til að sýna færni vegna verkefna. Þátttakendur sem fara gegnum raunfærnimat fá staðna áfanga metna til eininga samkvæmt námsskrá í hljóðtækni.

Tekið var mið af viðurkenndri námskrá í hljóðtækni (2020) ásamt því að kortleggja þá færni sem hljóðmenn þurfa að búa yfir til að geta sinnt starfi sínu.

 

Verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi RAFMENNTAR fylgja þér eftir í gegnum allt ferlið

Þátttakendur í raunfærnimati skrá sig rafrænt í gegnum Innu. Eftir að umsóknarfresti lýkur mæta þátttakendur á kynningarfund þar sem verkefni í raunfærnimatsferlinu eru kynnt.

Verkefnastjóri lýsingartækni og hljóðtækni

Ingi Bekk

Sími: 5400169

Netfang: ingi(hjá)rafmennt.is

Náms- og starfsráðgjafi

Alma Sif Kristjánsdóttir

Sími: 5400171

Netfang: almasif(hjá)rafmennt.is

Verkefni í raunfærnimatinu: