Rafmennt tók þátt í UTmessunni síðastliðna helgi þar sem gestir gátu kynnt sér fjölbreytta þjónustu okkar. UTmessan er einn stærsti viðburður landsins á sviði upplýsingatækni og tækifæri fyrir fagfólk, nemendur og áhugasama til að fræðast um nýjustu strauma og stefnur í tæknigeiranum.
Á Utmessunni kynnti Rafmennt námsframboð sitt í rafiðnaði og kvikmyndatækni, auk sérhæfðra námskeiða fyrir tækni- og rafiðnaðarfólk. Margir sýndu áhuga á námsleiðum okkar, bæði á hefðbundnum fagnámskeiðum og almennum námskeiðum.
Gestir fengu einnig skemmtilegan varning á borð við jójó, minnisbækur og sundpoka með merki Rafmenntar, sem vakti mikla lukku.
Við þökkum öllum sem heimsóttu básinn okkar og hlökkum til að taka þátt í UTmessunni á næsta ári!
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050