Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í heimsókn á dögunum til okkar en Rafmennt sér um umsýslu sveinsprófa í rafiðngreinum. Ráðherra fékk kynningu á starfsemi Rafmenntar og hitti nemendur.

Áhugi á námi í rafiðngreinum hefur aukist verulega undanfarin ár, og sífellt fleiri ljúka sveinsprófi. Til samanburðar þreyttu 182 manns sveinspróf í rafvirkjun árið 2020, en árið 2023 var fjöldinn kominn upp í 375.

Heimsókn ráðherra undirstrikar mikilvægi rafiðnnáms og þess hlutverks sem Rafmennt gegnir í að tryggja gæði og þróun fagmenntunar í greininni.