Rafmennt, Open Home Foundation https://www.openhomefoundation.org og Snjallingur https://snjallingur.is bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir alla Home Assistant notendur og tækniáhugafólk!

Viðburðurinn hefst tímanlega kl. 18:00 og stendur til 21:15 þann 24. febrúar nk. í húsi Rafmenntar - gengið inn Grafarvogsmeginn!

Stofnendur og kjarnateymi Home Assistant koma í heimsókn!
Þeir munu kynna framtíðarsýn sína, ræða þróun lausnarinnar og hitta íslenska notendur Home Assistant í afslöppuðu spjalli.
🔹 Hvað er framundan fyrir Home Assistant?
🔹 Hvernig getur íslensku stuðningurinn batnað?
🔹 Gestir hafa tækifæri á segja frá sinni upplifun af kerfinu og sýna!

Dagskrá viðburðarins:
- 18:00 – Húsið opnar
    Léttar veitingar í boði fyrir alla
    Óformleg spjall milli fundagesta og fyrirlesara.
- 19:00 – Opnunarávarp: Paulus Schoutsen, stofnandi Home Assistant
   Kynning á Open Home Foundation
   Hvernig Home Assistant hefur vaxið og orðið eitt stærsta verkefnið á GitHub
- 19:45 – Home Assistant á íslenskum heimilum – sýnikennsla og reynslusögur
    Þátttakendur eru hvattir til að kynna sín kerfi og hvernig þeir nýta Home Assistant
- 20:15 – Home Assistant skilur íslensku
   Home Assistant er eina snjallheimalausnin sem getur skilið íslensku
   Hvar stöndum við í dag og hvað þarf að gera til að bæta íslenskan stuðning?
- 20:30 – Opin umræða og spjall
   Tækifæri til að ræða, spyrja spurninga og tengjast öðrum áhugasömum
- 21:15 – Viðburði lýkur


Ekki missa af þessum frábæra viðburði! Skráning ekki nauðsynleg en hægt er að skoða viðburðinn hér!