Rafmennt, Iðan og Reykjafell halda kynningarfyrirlestur í samstarfi við Firesafe um reyk- og brunavarnir, fimmtudaginn 14. mars kl. 11:30 - 13:00 í húsnæði Rafmenntar, Stórhöfða 27.

 

Sérfræðingar frá Firesafe í Noregi munu vera með kynningu á reyk og brunaþéttingum, farið verður í lausnir, notkun þeirra og uppsetningu.

Í lok kynningar verður sýnt dæmi um hvernig brunaþéttingar frá Firesafe virka, þegar eldur er borinn að vegg sem er útbúinn með þeim.

Firesafe var stofnað 1981 og hefur gríðarmikla reynslu í brunavörnum. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir fyrir brunavarnir í byggingum, skipaiðnaði og jarðgöngum, ásamt því að veita ráðgjöf, þjónustu og framsetningu reyk- og brunarvarna.

Veitingar verða í boði á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur!

 Hér má sjá fundinn í heild sinni.