Fimmtudaginn 16. mars kl: 12:00 - 13:00 verður haldin fræðslu- og kynningarfundur í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 (gengið inn Grafarvogsmeginn) og í beinu streymi á  Teams á sama tíma.

Alexander Eck kemur til að kynna Snjalling, á fræðslu- og kynningarfundinum verður haldið erindi um snjallheimili, hússtjórnarkerfi og annað sem viðkemur notkun og öryggi í snjallbúnaði. 

Dagskrá

  • Snjallheimili : Hvað er það (skv. skilgreiningu okkar)
  • Þörf fyrir snjallvæðingu heimila og fyrirtækja.
  • Hver er ávinningurinn með því að vera með snjallheimili
  • Hússtjórnunarkerfi : hvað er til og hver er munur á þeim
  • Snjallbúnaður og samskiptatækni
  • Öryggisholur sem gætu skapast með notkun snjallbúnaðarsins
  • Öryggiskröfur og reglugerðir við notkun snjallbúnaðar
  • Home Assistant - Af hverju veljum við Home Assistant. Fyrir hvern er Home Assistant? Kostir og gallar

 

Upptöku er hægt að nálgast á YouTube.