• Raflagnateikning 1     5 einingar 

Megin áhersla áfangans felur í sér að nemendur  tileinki sér lestur og teikningu raflagnateikninga.  Þeir fá þjálfun í að teikna og lesa úr raflagnateikningum og lögð áhersla á lagnir að og með 63 Amper.  Farið verður í staðalákvæði og öryggisþætti við frágang raflagnateikninga.  Nemendur læra að rissa teikningu af raflögn.  Þá er þeim kennt að gera magntöluskrá og meta kostnað við lagningu raflagna samkvæmt raflagnateikningu.

 

  • Raflagnateikning 2     5 einingar

Nemendur öðlist vald á teikningalestri á stærri neysluveitum s.s þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 Amper.  Þá læra nemendur að teikna slíkar veitur; teikna sniðmyndir af gegnumtökum, afstöðumyndir auk grunnmynda. Lögð er áhersla að nemendur læri að  magntölu- og kostnaðartaka ofangreindar veitur.  Tölvutæknin er nýtt við gerð raflagnateikninga í seinni hluta áfangans.