RAFMENNT, fræðslusetur rafiðnaðarins hefur innleidd persónuverndarstefnu til þess að undirstrika örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. RAFMENNT takmarkar alla ónauðsynlega vinnslu persónuupplýsinga og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er til þess að hægt sé að veita þá margvíslegu þjónustu sem RAFMENNT veitir á sviði menntunar í rafiðnaði. RAFMENNT veitir meðal annars eftirfarandi þjónustu:
Til þess að geta nýtt þá þjónustu sem RAFMENNT býður þarf viðkomandi að gefa persónuupplýsingar strax við skráningu. Við notum gögnin til þess að mæla og skilja betur hvernig RAFMENNT getur bætt þá þjónustu sem við bjóðum, með því að senda þjónustu kannanir, auglýsingar um námskeið eða fréttir. RAFMENNT notast einnig við ópersónugreinanleg gögn, safnar ýmsum tölfræðilegum gögnum sem nýst geta starfseminni, t.d. fjöldi sveinsprófstaka, fjöldi meistaranema, út frá kyni og búsetu svo eitthvað sé nefnt.
Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum RAFMENNTAR, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“). RAFMENNT gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem gerðar eru, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.
Viðskiptavinur getur látið RAFMENNT í té með beinum eða óbeinum hætti sínar persónuupplýsingar, til dæmis þegar viðskiptavinur nýtir þjónustu sem RAFMENNT býður upp á, hefur samband við RAFMENNT um vefsíðu eða með öðrum hætti. Þessar upplýsingar geta verið:
Þegar þú nýtir þér þjónustu okkar hver sem hún er, þá getur verið að við söfnum eftirfarandi upplýsingum:
Þær upplýsingar sem viðskiptavinur lætur RAFMENNT í té, auk upplýsinga um vöru eða þjónustu sem og fjárhagsupplýsingar eru nauðsynlegar til þess að RAFMENNT geti efnt samningsskyldur gagnvart þér (þ.e. veitt umbeðna þjónustu).
Við notum persónuupplýsingar einnig í eftirfarandi tilgangi (listinn er ekki tæmandi):
RAFMENNT deilir í ákveðnum tilfellum upplýsingum með aðilum sem tengjast ákveðnum verkefnum og þá einungis í þeim tilgangi sem tilgreindur er.
RAFMENNT geymir allar persónuupplýsingar með öruggum hætti samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem við á um hverja vinnslu fyrir sig.
Það er mismunandi hversu lengi RAFMENNT geymir upplýsingarnar. Gögn er innihalda persónuupplýsingar eru einungis geymd í þann tíma sem nauðsynlegt er og að þeim tíma loknum er þeim eytt í samræmi við lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Samkvæmt persónuverndarlögum eiga viðskiptavinir RAFMENNTAR rétt á að fá upplýsingar um og aðgang að þeim persónuupplýsingum sem varðveittar eru um viðkomandi. Viðkomandi getur einnig í einhverjum tilvikum átt rétt á að persónuupplýsingar verði leiðréttar, framsendar annað eða þeim eytt.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050