Langar þig að smíða hljóðmagnara – eða kannski bara rifja upp fræðin?

Námskeið í hljóðmagnarafræðum hluti A, fræðilegur undirbúningur fyrir smíði hljóðmagnara í hluta B.

Markmið námskeiðsins er að nemendur læri/rifji upp fræðin í tengslum við uppmögnun hljóðs með það fyrir augum að geta hannað og smíðað hágæða magnara.

Þessi hluti námskeiðsins er eingöngu fræðilegur, B-hluti námskeiðsins er svo eingöngu verklegur.

 

Lota 1
Inngangur

Lota 2
Helstu tengingar

Lota 3
Inngangsmagnarar

Lota 4
Aflmögnun

Lota 5
Spennugjafar

Lota 6
Efnisval og (undirbúningur) kynning f. B-hluta.

 

Skipulagning smíðaáætlunar og efnisþörf fyrir – B hluta:

A: Kanna þörf nemenda fyrir prentplötur.

B: Undirbúa smíði kassa hérlendis út frá tillögu kennara lagaða að þörf nemanda.

C: Útbúa pöntunarlista fyrir sameiginlega efnispöntun á eftirfarandi efni:

Tengi fyrir inn- og útganga og ac-power

Stilliviðnám og stillitakkar

Spennubreytar fyrir powerstig og inngangsmagnara

Kæliplötur og power mosfetar

Útgangsspennar, spólur, lampar og lampafætur (ef lampar verða fyrir valinu)