Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja

Varmadælur og kælitækni (MKÆL4MS02) - 2 einingar

Í námskeiðinu kynnast nemendur grundvallartækni varmaflutnings með kælitækni.

Farið er yfir varmadælingu sem tækni til hitunar húsa og kælingar rýma s.s. gagnavera og rafbúnaðarrýma þar sem hitamyndun er veruleg. 

Einnig eru skoðaðir mismunandi valkostir orkugjafa til varmaflutnings, kaldir og heitir. Einnig læra nemendur helstu eðlisfræðihugtök sem tengjast kælitækninni eins og varmaleiðni, varmaflutning, eimun og þéttingu vökva. Þá kynnast nemendur helsta búnaði sem notaður er til frystingar og annars varmaflutnings og virkni hans. Nemendur læra um uppsetningu og viðhald minni kæli- og frystikerfa.

Áhersla er lögð á að nemandi þekki hugtökin kælingu og frystingu og að hann viti t.d. til hvers matvæli eru kæld eða fryst.



Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 72.000 -

SART: 61.200.-

RSÍ Endurmenntun: 25.200.-

Er í meistaraskóla: 14.400.-

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.

Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.


 

Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Varmadælur og kælitækni 14. mar 2025 - 16. mar 2025 Hlöðver Eggertsson 08:30-16:30 Stórhöfí 27 25.400 kr. Fullt