Stýringar - iðntölvur I (MSTY4IT03) - 3 einingar

Viðfangsefni áfangans er byggt ofaná þá þekkingu á iðntölvum og búnaði sem nemendur hafa öðlast. Viðfangsefnin eru gerð flæðirita við lausn stýriverkefna og færslu flæðirita í forrit. Þá er fjallað um stöðluð hliðræn merki og forritun þeirra, farið í reikniaðgerðir og forritun í tvíundarorðum. Flæðirit og forrit eru gerð eftir lýsingum, slegin inn og prófuð í iðntölvum tengdum hermum. Einnig eru gerð flæðirit og forrit þar sem fram koma bæði stafræn og hliðræn merki og þau prófuð í iðntölvum tengdum hermum.

Ef langt er liði frá sveinsprófi er mælt með að þátttakendur taki undirbúningsnámskeiðið í PLC stýringum

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 72.000
SART 61.200
RSÍ endurmenntun 25.200
Er í meistaraskóla 14.400

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Stýringar - iðntölvur I 21. feb 2025 - 23. feb 2025 08:30-16:30 Stórhöfða 27 25.400 kr. Fullt
Stýringar - iðntölvur I 09. maí 2025 - 11. maí 2025 08:30-16:30 Stórhöfði 27 25.400 kr. Fullt