Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja
Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu jarðtengikerfa og þýðingu þeirra við truflanavarnir í lág- og smáspennukerfum. Farið er yfir helstu atriði við jarðtengingar smáspennukerfa í byggingum og vinnubrögð við uppbyggingu þeirra, efnisval og áhrif þess á jarðtengingar og truflanir. Þá er farið yfir ástæður truflana og varnir gegn þeim, m.a. flökkustrauma.
Kynnt er innihald nokkurra staðla og handbóka varðandi uppbyggingu lág- og smáspennukerfa.
Námskeið sem kennt er 14. febrúar er aðeins í staðkennslu (Stórhöfði 27)
Námskeið sem kennt er 10. mars verður aðeins í fjarkennslu sem fer fram í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað (Teams)
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 31.200 -
SART: 26.520.-
RSÍ Endurmenntun: 10.920.-
Er í meistaraskóla: 6.240.-
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.
Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Spennujafnanir og jarðtengingar | 10. mar 2025 | Eggert Þorgrímsson | 08:30-16:30 | Teams | 10.920 kr. | Fullt |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050