Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja
Rafmagnsfræði (MRAF4MS02) - 2 einingar
Viðfangsefni þessa áfanga er að nemendur kynnast hinum ýmsu heitum, reglum og reikniaðferðum sem notaðar eru við útreikninga í rafmagnsfræði.
Unnið er áfram með þekkingu í rafiðnaðarnámi og þá reynslu sem rafvirkjar hafa öðlast í starfi sem sveinar.
Áhersla er lögð á að nemendur geti unnið verkefni sem innihalda spennuföll, straumdeilingu, töp í strengjum uppbygging þeirra og viðnámsútreikninga, afl ( raun,laun og sýndarafl ) og fasaleiðréttingar.
Lota 1:
28. mars 15:00 - 19:00 – staðbundin kennsla með streymi.
Lota 2:
28. apríl 15:00 - 19:00 – staðbundin kennsla með streymi.
Þess á milli fer það fram með verkefnaskilum.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð | 72.000 |
SART | 61.200 |
RSÍ endurmenntun | 25.200 |
Er í meistaraskóla | 14.400 |
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninn
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Rafmagnsfræði | 28. mar 2025 - 28. apr 2025 | Marinó Rafn Guðmundsson | 15-19 | Stórhöfði og Teams | 25.200 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050