Markmið námskeiðsins er að hafa áhrif á viðhorf einstaklinga þannig að þeir sýni frumkvæði í að láta öryggismál sig varða og taki ábyrgð á eigin öryggi og starfsmanna.
Þú færð verkfæri sem hjálpa þér að eiga liprari samskipti í viðkvæmum aðstæðum og að vera meðvituð um hvernig þú getur aðlagað tjáningastíl þinn að ólíkum einstaklingum og þannig haft áhrif á viðhorf annarra til öryggismála.
Enginn einn aðili getur skapað nýja öryggismenningu en þú getur haft veruleg áhrif á aðra sem á endanum verður til þess að bæta menninguna og fækka slysum.
Stjórnendur, öryggisstjóra, gæðastjóra, mannauðsfólk, meðlimi öryggisnefnda og alla þá sem bera hag samstarfsmanna fyrir brjósti.
Námseiningar
Námið gefur 2 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)
Það sem við förum yfir
Námskeiðið fer fram á Teams og er með virkri þátttöku í rauntíma en Dale Carnegie hefur þróað online kennsluaðferðir í 15 ár. Námskeiðið er í fjögur skipti, 2,5 klst. í senn, með viku millibili. Hópar geta óskað eftir öðru fyrirkomulagi.
Innifalið
Aðgangur að fræðslukerfinu eVolve og útskrifarskírteini frá Dale Carnegie & Associates.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 175.000 kr
SART: 148.750 kr
RSÍ endurmenntun: 61.250 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Öryggismenning | 25. feb 2025 - 18. mar 2025 | Rafmennt ehf. | 13:00 - 15:30 | Teams | 61.250 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050