Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja/Meistaraskóla rafeindavirkja
Fjarkennslan fer fram í rauntíma í gegnum fjarfundarbúnað
Viðfangsefni námskeiðsins er áhættumat starfa og vinnuvernd. Lögum samkvæmt ber atvinnurekandi
ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Á niðurstöðum áhættumats
skal svo gerð áætlun um heilsuvernd.
Á námskeiðinu læra nemendur um helstu þætti sem tengjast áhættumati, framkvæmd þess, gerð vinnuverndaráætlana og þeirra jákvæðu breytinga og þekkingu sem þessir þættir skila inn í fyrirtæki.
Farið er yfir grundvallaratriði í rafmagnsöryggi.
Fjallað er um helstu hættur af rafmagni og áhrif rafmagns á mannslíkamann ásamt því að farið er yfir rétt vinnubrögð í og við raforkuvirki stór og smá, verklag og verkfæri til notkunar við rafmagnsvinnu.
Einnig er fjallað um störf „kunnáttumanna“, hvernig staðið er að setningu og afnámi öryggisráðstafana
og vinnu við rekstrareiningu í raforkukerfum.
Jafnframt er farið yfir ábyrgðir, framkvæmd og samræmd vinnubrögð við rof og undirbúning vinnu
við kerfishluta eða rekstrareiningar í raforkukerfum. Farið er yfir ákvæði gildandi reglugerða
varðandi vinnu við raforkuvirki og túlkun þeirra. Sérstaklega er farið í gildandi verklagsreglur
Mannvirkjastofnunar.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð | 31.200 |
SART | 26.520 |
RSÍ endurmenntun | 10.920 |
Er í meistaraskóla | 6.240 |
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Öryggis- og vinnuvistfræði | 25. apr 2025 | 08:30-16:30 | Teams og Stórhöfði | 10.920 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050