Kjarnanámskeið í Meistaraskóla rafvirkja/Meistaraskóla rafeindavirkja


Öryggis- og aðgangsstýrikerfi (MÖRY4AS02) - 2 einingar

Viðfangsefni námskeiðsins er uppbygging, forsendur og hönnun sambyggðra öryggis- og aðgangskerfa.

Nemendur fá yfirsýn yfir uppbyggingu innbrotsviðvörunarkerfa og forsendur sem liggja að baki stjórnun og vöktun hurða. Einnig er farið í öryggisstig við vöktun hurða og frágang búnaðar við hurðir.

Þá eru mismunandi gerðir aðgangskerfa kynntar, farið í val á aðgangskortum, skilríkjum, lestrartækni og raflyklum og þá möguleika sem slíkur búnaður býður upp á. Þátttakendur fá innsýn í og skilning á helstu kerfum, tengingum, virkni og almennum viðmiðunum um öryggis- og aðgangskerfi hér á landi.

Námskeiðið er fyrir rafiðnaðarmenn sem starfa við uppsetningar og viðhaldsstörf tengdum aðgangs og öryggiskerfum. Einnig er námið góður grunnur fyrir þá sem sinna öryggisráðgjöf og sölustörfum.

Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 48,400
SART 41,140
RSÍ endurmenntun 16,940
Er í meistaraskóla 9680

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.

Flokkar: Meistaraskóli rafvirkja Meistaraskóli rafeindavirkja
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Öryggis- og aðgangsstýrikerfi 28. feb 2025 - 01. mar 2025 Þórir Helgi Helgason 08:30-16:30 Teams og Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning