Tillögur að vali í Meistaraskóla rafvirkja/Meistaraskóla rafeindavirkja
Undanfari: Forritanleg raflagnakerfi I (KNX Basic - hluti A)
Í þessum áfanga er lögð áhersla á að nemendur kynnist flóknari forritanlegum ljósa- og hússtjórnarkerfum, tilgangi þeirra og möguleikum. Farið er í möguleika EIB/KNX kerfisins og hvernig má nota það við stýringu t.d. hitaferla, skjáa, veðurstöðva og ljósasena. Þá er fjallað um lagnir og forritun þeirra. Nemendur æfa sig í að leggja lagnir og fá þjálfun í að tengja búnað og forrita kerfi, ganga frá þeim og leiðbeina öðrum um notkun þeirra. Þá eru gagnabankar framleiðenda og notkun þeirra kynnt. Í þessum áfanga forrita nemendur flóknari kerfi en í þeim fyrri og farið er dýpra í forritun einstakra íhluta forritanlegra kerfa.
Þetta námskeið veitir Evrópska KNX Basic vottun.
Námskeiðsgögn
Kennslugögn í PDF formi, nemendur fá aðgang að fartölvu til leysa verkefnin en eru hvattir til að koma með eigin fartölvu.
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð | 48.400 |
SART | 41.140 |
RSÍ endurmenntun | 16.940 |
Er í meistaraskóla | 9.680 |
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050