Framhaldsskóli RAFMENNTAR er vinnustaður sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Gildandi
jafnréttisstefnu er ætlað að stuðla að jafnri stöðu einstaklinga innan skólans, þ.e. starfsfólks og
nemenda, og vinna gegn hvers kyns misrétti. Hún er byggð á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla. Í 18. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr.
10/2008 er kveðið á um að öll fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn skuli setja sér
jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Þrátt fyrir að hjá
RAFMENNT starfi færri en 25 manns leggur skólinn áherslu á að jafnréttissjónarmið séu höfð
að leiðarljósi í öllu starfi hans og vill setja starfsfólki sínu og nemendum gott fordæmi í þessum
efnum.
Áhersla er lögð á að jafnrétti sé túlkað í breiðum skilningi. Einstaklingar eiga að hafa jöfn
tækifæri óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum, kyntjáningu, aldri, búsetu, fötlun,
þjóðernisuppruna, lífsskoðun, eða skertri starfsgetu. Í starfsháttum skólans, samskiptum og
skólabrag skal taka mið af grunnþáttum aðalnámskrár (læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð,
lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun).
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050