Jafnréttisstefna er lifandi verkefni og þarf að vera í stöðugri þróun. Líta má á jafnréttisáætlun
sem viljayfirlýsingu um að jafnréttissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í öllu skólastarfi. Á
tveggja ára fresti er áætlunin endurskoðuð í heild sinni meðal annars með tilliti til breytinga í
skólastarfi lagabreytinga og gera þær ráðstafanir sem þarf til að nemendur og starfsfólk
framhaldsskóla RAFMENNTAR njóti samstarfs og samneytis á grundvelli jafnréttis. Það er á
ábyrgð skólameistara að jafnréttisstefnu sé fylgt í hvívetna og hann skal sjá til þess að hjá
framhaldsskóla RAFMENNTAR ríki sú skólamenning sem endurspeglar þann fjölbreytta hóp
sem þar starfar.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050