Stefna framhaldsskóla RAFMENNTAR er að einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni,
ofbeldi og ótilhlýðileg háttsemi sé ekki liðin, hvorki í samskiptum meðal starfsfólks, samskiptum
starfsfólks við nemendur, samskiptum milli nemenda eða í samskiptum við aðra einstaklinga
sem sækja eða veita þjónustu skólans.
Leita skal allra ráða til að fyrirbyggja slíkt og leysa þau mál sem upp koma á sem farsælastan
hátt. Hjá framhaldsskóla RAFMENNTAR er lögð áhersla á að efla vitund starfsfólks og
nemenda um mikilvægi jákvæðra samskipta og gera þau einkennandi í skólasamfélaginu, t.d.
með fræðslu um jafnrétti.
Viðbrögð við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri
háttsemi eru nánar skilgreind í viðbragðsáætlun við einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni
áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.
Upplifun einstaklingsins skiptir meginmáli þegar rætt er um einelti og aðra ótilhlýðilega hegðun.
Sérhver þolandi verður sjálfur að meta hvaða framkomu hann umber, frá hverjum og segja frá
sé honum misboðið.
Stefna þessi er sett á grundvelli 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
á vinnustöðum og reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni,
kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050