Framhaldsskóli RAFMENNTAR telur mikilvægt að nýta til jafns þá auðlegð sem felst í menntun,
reynslu og viðhorfum óháð kyni. Í öllu starfi skólans skal unnið markvisst gegn viðhorfum sem
leiða til aðstöðumunar kynja. Auglýsingar um laus störf skulu vera ókyngreind og höfða jafnt til
beggja kynja. Stefnt skal að því að samsetning starfsfólks sé sem jöfnust milli kynja.
Starfsfólki skulu tryggðir möguleikar til endurmenntunar og starfsþjálfunar óháð kyni.
Leitast skal við að höfða til allra kynja í tilboðum er lúta að starfsþjálfun og endurmenntun.
Starfsfólki RAFMENNTAR skal gert kleift að samræma fjölskyldulíf og vinnu, meðal annars
með sveigjanlegum vinnutíma. Starfsfólki af öllum kynjum skal gert kleift að sinna tímabundinni
fjölskylduábyrgð sem skapast af veikindum barna, maka eða foreldra.
Starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki einelti,
kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Einelti er ámælisverð einnig
síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja,
gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.
Ef starfsmaður telur að brotið sé gegn jafnréttissjónarmiðum innan framhaldsskóla
RAFMENNTAR skal hann leita til skrifstofustjóra eða skólameistara til að finna málinu farveg.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050