Nemanda, sem brotið hefur skólareglur, er veitt skrifleg áminning. Forráðamönnum nemenda
undir 18 ára aldri er sent afrit af áminningunni. Nemandi hefur andmælarétt sem miðast við
þrjá virka daga áður en gripið er til viðurlaga. Sum brot, s.s. brot á almennum hegningarlögum,
eru þó þess eðlis að grípa verður til viðurlaga tafarlaust. Komi upp ágreiningur hjá
framhaldsskóla RAFMENNTAR milli nemenda, kennara, annars starfsfólks eða
utanaðkomandi aðila skulu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli. Sættist aðilar ekki er
málinu vísað til stjórnenda sem ákvarða í málinu. Náist ekki sátt um þá niðurstöðu má vísa
málinu til stjórnar RAFMENNTAR sem sinnir hlutverki skólanefndar. Telji nemandi að kennari
eða annað starfsfólk skólans hafi brotið á honum með einhverjum hætti skal það tilkynnt til
skólameistara eða skrifstofustjóra sem gerir viðeigandi ráðstafanir í samræmi við lög um
réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050