Framkvæmdaáætlun framhaldsskóla RAFMENNTAR á innra mati skiptist á milli hausts og vors
og er endurtekin árlega. Gæðaráð framhaldsskóla RAFMENNTAR ber ábyrgð á framkvæmd
innra mats.
Vor
Kennslukönnun
Skýrslur um framkvæmd kennslu
Starfsmannasamtöl
Söfnun gagna úr INNU
Ársskýrsla fyrra árs
Haust
Kennslukönnun
Þjónustukönnun
Söfnun gagna úr INNU
Umbætur í samræmi við niðurstöður á mati
Innra mat framhaldsskóla RAFMENNTAR byggist á að fylgja lögum um framhaldsskóla nr.
92/2008. Í 40 gr. laganna koma fram markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í
framhaldsskólum sem eru að:
a. veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks
framhaldsskóla, viðtökuskóla, atvinnulífs, foreldra og nemenda,
b. tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár
framhaldsskóla,
c. auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum,
d. tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á
samkvæmt lögum.
Innra matið er framkvæmt með því að senda út þjónustukönnun í gegnum Innu á tveggja ára
fresti. Þjónustukönnunin skiptist í tvo meginflokka. Annarsvegar kennslukönnun (viðhorf
nemenda til kennslu og námsefnis) og hinsvegar viðhorfskönnnun (mat á líðan nemenda,
ásamt viðhorfi til ýmissa þjónustuþátta eins og t.d. aðstöðu og aðgengis) Framkvæmd
þjónustukönnunarinnar er þannig að sendur er tölvupóstur í gegnum Innu á nemendur og
þeim boðið að taka þátt í henni.
Niðurstöður þjónustukönnunarinnar eru aðgengilegar á heimasíðu framhaldsskóla
RAFMENNTAR.
Mælanleg markmið:
• Fjöldi nemenda og fjöldi lokinna eininga á ári í meistaraskóla
• Fjöldi nemenda og fjöldi lokinna eininga á ári eftir námsbrautum
• Brotthvarf
• Útskriftir á ári
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050