Nemandi sem telur á sér brotið leitar fyrst til verkefnastjóra um leiðréttingu mála.
Nemanda, sem brotið hefur skólareglur, er veitt skrifleg áminning. Forráðamönnum nemenda
undir 18 ára aldri er sent afrit af áminningunni. Nemandi hefur andmælarétt sem miðast við
þrjá virka daga áður en gripið er til viðurlaga. Sum brot, s.s. brot á almennum
hegningarlögum, eru þó þess eðlis að grípa verður til viðurlaga tafarlaust. Komi upp
ágreiningur í skólanum milli nemenda, kennara, annars starfsfólks skólans eða
utanaðkomandi aðila skulu aðilar leitast við að leysa hann sín á milli. Sættist aðilar ekki er
málinu vísað til skólastjórnenda sem ákvarða í málinu. Telji nemandi að kennari eða annað
starfsfólk skólans hafi brotið á honum með einhverjum hætti skal það tilkynnt til
skólameistara sem gerir viðeigandi ráðstafanir í samræmi við lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins.
Viðurlög við broti á skólareglum geta verið brottrekstur úr áfanga eða skóla, tímabundið eða
til frambúðar eftir eðli málsins. Nemendur sem brjóta reglur um tóbak, áfengi eða önnur
vímuefni skulu ræða við áfengis- og fíkniefnaráðgjafa sem skólinn útvegar áður en
skólaganga hefst á ný.
Við meðferð ágreiningsmála skal gæta ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga um
persónuvernd, meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og upplýsingalaga nr. 50/1996.
Þessi málsmeðferð á einnig við um starfsfólk sem telja framkomu eða annað í
vinnuumhverfinu sé ábótavant.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050