Kennsluhættir þurfa að vera fjölbreyttir og þannig leitast við að sem flestir nemendur nái að
tileinka sér þau viðfangsefni sem til umræðu eru hverju sinni. Mikilvægt er að hópaverkefni séu
sem mest unnin í kynjablönduðum hópum. Þannig er líklegast að bæði kynin fái kennslu við
hæfi og ólík reynsla og gildismat fái notið sín. Sérstaklega þarf að horfa til eldri nemenda sem
hafa ekki verið í skóla í langan tíma og/eða horfið frá námi.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050