Nemendur komi að störfum tæknifólks á vinnustað. Nemendur kynnist öryggismálum og tileinki sér þau. Nemendur aðstoða eða grípa í störf tæknifólks og kynnist þannig vinnumenningu og starfsháttum. Nemendur tileinki sér jákvæðni í mannlegum samskiptum og virðingu gagnvart verkefnum sem tekist er á við. Nemendur kynnist þeim tækjum og búnaði sem notaður er.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050