Raunfærnimat í rafiðngreinum

Verkefnið „Ertu í stuði?“ er unnið í samstarfi við Rafiðnaðarsamband Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Tækniskólinn skóli atvinnulífsins, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Samtök rafverktaka, starfsgreinaráð í rafiðngreinum og RAFMENNT.

Þetta verkefni gengur út á að ná til einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum ekki lokið námi sem þeir hófu í rafiðngreinum. Raunfærnimatið er á móti námskrá og er þar stuðst við hæfniviðmið áfanga sem kenndir eru í grunndeild og í fagnámi í rafiðngreinum svo hægt sé að koma til móts við þátttakendur sem eru staddir á ólíkum stað í náminu og hjálpa þeim að komast aftur af stað og ljúka því. Með því markmiði að þátttakendur afla sér réttinda til töku á sveinsprófi. 

Inntökuskilyrði

  • Lágmarks skilyrði til að skrá sig í mat er þriggja ára starfsreynsla í greininni og lágmarksaldur er 23 ára.

Skráning

Almennar upplýsingar:

 

Verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi RAFMENNTAR fylgja þér eftir í gegnum allt ferlið

Þátttakendur í raunfærnimati skrá sig rafrænt í gegnum Innu. Eftir að umsóknarfresti lýkur mæta þátttakendur á kynningarfund þar sem verkefni í raunfærnimatsferlinu eru kynnt. 

Náms- og starfsráðgjafi

Alma Sif Kristjánsdóttir

Sími: 540-0171

Netfang: almasif(hjá)rafmennt.is

Verkefni í raunfærnimatinu: