Í nýlegri grein á fréttablaðið.is var fjallað um umræður á ráðstefnunni Orkumál – horft til framtíðar sem haldin var af Samtök rafverktaka, SART, í samstarfi við Samtök iðnaðarins þann 10. mars 2023.
Samkvæmt ávarpi Hjörleifs Stefánssonar, formanns Samtaka rafverktaka (SART) má ætla má að á annað þúsund rafvirkja og rafeindavirkja vanti til starfa hér á landi ef markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi á að ganga eftir fyrir árið 2040
Þar vitnaði hann í fulltrúa frá sænskum systursamtökum SART sem segir að þar í landi vanti 30 þúsund raftæknimenntaða iðnaðarmenn til starfa til að geta mætt loftslagsmarkmiðum sænsku ríkisstjórnarinnar í þessum efnum.
Í pallborðsumræðu í lok ráðstefnunar koma fram í máli Þórs Pálssonar, framkvæmdastjóra Rafmenntar, að framhaldsskólar á Íslandi eru nú þegar keyrðir á fullum afköstum, en þeir fullnýti fjárveitingar sem þeir fái til kennslu í iðngreinum. Fyrir vikið sé svo komið að fjölmargir komist ekki að í náminu því skólarnir hafa ekki fjármagn til að taka við fleiri nemendum.
Sáralítil nettó fjölgun er í greininni þó að um 120 til 150 manns ljúki að jafnaði sveinsprófi í rafiðngreinum á ári, á sama tíma eru hins vegar um það bil 100 rafiðnaðarmenn sem fara á eftirlaun. Rúmlega fimmtungur af þeim sem ljúka sveinsprófi halda áfram í framhaldsnám og þar með er einungis um að ræða árlega fjölgun um 10 til 5 rafiðnaðarmenn á vinnumarkaði.
„Það er því ljóst að ef á að ná markmiðum um kolefnishlutleysi þarf að fjölga rafiðnaðarfólki og þá þurfa skólarnir meiri fjármuni til að geta skilað fleiri faglærðum í rafiðn út á vinnumarkaðinn,“ segir Þór.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050