Meistaraskólinn er að byrja á fullri siglingu á vorönn 2022. Skráning er hafin í mörg námskeið og fleiri eiga eftir að koma á dagskrá á næstunni.
 
RAFMENNT býður upp á undirbúningsnámskeið í rafmagnsfræði og PLC stýringum
 
Þessi námskeið henta vel ef langt er liðið frá sveinsprófi og þörf er á upprifjun á fræðunum. 

 

Rafmagnsfræði undirbúningur

22. janúar

Rafmagnsfræði undirbúningur fyrir meistaraskóla er námskeið sérstaklega ætlað þeim sem telja sig vanta undirbúning í rafmagnsfræðinni.

 

PLC stýringar undirbúningur

28. - 29. janúar

PLC stýringar, undirbúningur fyrir meistaraskóla er upprifjunarnámskeið fyrir þá sem þurfa dusta rykið af sinni þekkingu og hæfni í PLC stýringum.