Brotið var blað í sögu iðnnáms þegar námssamingarnir voru undirritaðir rafrænt þann 26. ágúst 2021. Á sama tíma var formlega tekin í notkun rafrænferilbók sem heldur utan um námsferil nema í vinnustaðanámi.
Árið 2016 var farið i þá vegferð að útbúa rafræna ferilbók til hagræðingar fyrir nema og meistara að halda utan um þjálfun nema. Að frumkvæði Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins var sett saman vinnuskjal þar sem listað var upp hvaða þætti viðkomandi verkfæri þyrfti að innihalda til að nýtast sem best.
Það var því við hæfi að undirskriftin færi fram milli rafvirkjameistara og nema í rafvirkjun. Okkar maður Helgi Rafnsson framkvæmdastjóri Rafholts skrifaði undir fyrstu rafrænu námssamninganna við Máney Evu Einarsdóttur og Jón Frey Eyþórsson, auk þeirra skrifaði Guðrún Randalín Lárusdóttir, aðstoðarskólameistari Tækniskólans undir námssamningana.
Undirritunin fór fram við formlega athöfn í húsakynnum Rafholts að viðstöddum meðal annars Lilju Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins sem fluttu ávörp í tilefni undirskriftanna og formlegrar opnunar á rafrænni ferilbók.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050