Rafmennt gekk á dögunum í PLASA, alþjóðleg fagsamtök tæknifólks.
PLASA er leiðandi alþjóðlegt aðildarfélag fyrir þá sem veita tækniþjónustu til viðburða- og skemmtanaiðnaðarins. Félagið styður meðlimi sína með því að veita ráðgjafar- og stuðningsþjónustu þvert á iðnaðinn auk margvígslegra viðburða og námskeiða. Þar á meðal má nefna námskeið og NRC vottanir fyrir tæknifólk sem fæst við tímabundin burðarvirki.
Félagið heldur þar að auki fagsýningar og viðburði sem gefa félagsfólki færi á að eiga faglegt samtal um viðburðaiðnaðinn. Má þar helst nefna PLASA sýninguna í London sem fer fram 1 - 3 september í ár.
Fljótlega mun nemendum hjá Rafmennt bjóðast að gera meðlimir í PLASA án endurgjalds og um leið fá aðgang að fræðsluefni og fríðindum sem fylgja.
Með því að ganga í samtökin styrkir Rafmennt stöðu sína enn frekar sem leiðandi fræðslusetur fyrir fólk í tækni, miðlun og skapandi greinum.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050