Rafmennt fjárfesti nýlega í truss-um og ljósabúnaði sem notaður verður við kennslu og fræðslu fyrir tæknifólk. Kaupin eru vítamínsprauta í eflingu verklegs náms fyrir tæknifólk en nú var fjárfest í truss-um frá Eurotruss og Martin ELP LED Par ljósum.
Ingi Bekk verkefnastjóri tækni, miðlunar og skapandi greina hjá Rafmennt segir kaupin mikilvægan fasa í langtíma stefnumótun og þróun náms hjá Rafmennt og bein viðbrögð við aukningu áhuga og ásóknar í námskeið fyrir tæknifólk hjá skólanum.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050